Tillaga Bjarna líklega ekki rædd í dag

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir mbl.is

„Væntanlega ekki síðar í dag. Ég á ekki von á því. Við gerum okkur enn vonir um að málið fari á dagskrá, að stjórnarmeirihlutinn hleypi málinu á dagskrá, vegna þess að við teljum fullt tilefni til þess að ræða það og koma til afgreiðslu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður  þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort mál Geirs H. Haarde verði tekið fyrir í þinginu síðar í dag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram þingsályktunartillögu á þinginu í nótt um að ákæra þingsins á hendur Geirs verði afturkölluð. 

„Við ræddum málið í þinginu í morgun og lögðum til að við settumst yfir það hvernig við gætum sem best fundið farveg fyrir þetta mál. Það virðist vera að menn setji hornin í það að klára málið fyrir jól.

Viðbrögð okkar við því eru að þá skuli ræða það og hvernig menn vilji gera þetta. Aðalatriðið er að við finnum fyrir því að það er nýr meirihluti sem hefur myndast fyrir því að fella ákæruna á hendur Geir H. Haarde úr gildi og við viljum láta á það reyna.

Hvort það taki fleira daga til eða frá er ekki stóra málið í okkar huga heldur að koma málinu í efnislega vinnslu og efnislegan farveg.

Ég er þess fullviss að það er ekki meirihluti fyrir því í þinginu í dag að hafa ákært Geir H. Haarde einan. Ég er vongóð um sigur,“ segir Ragnheiður Elín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka