Íslendingar panta jólagjafirnar á netinu

Það er mikið annríki hjá starfsmönnum Íslandspósts um þessar mundir …
Það er mikið annríki hjá starfsmönnum Íslandspósts um þessar mundir og öll pósthús smekkfull af jólakortum og jólapökkum. mbl.is/Árni Sæberg

Íslendingar nota netið í síauknum mæli til þess að kaupa vörur og þjónustu erlendis og láta senda sér heim og nú er svo komið að fjöldi tollskyldra sendinga til landsins hefur aldrei verið meiri.

Þetta segja fulltrúar Íslandspósts, sem eru nú í óðaönn við að koma jólagjöfum og -kortum til skila fyrir hátíðirnar.

„Róðurinn hefur verið að þyngjast hjá okkur í þessari viku og svona verður þetta fram að jólum,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, og notar tækifærið til að minna á að á mánudaginn, 19. desember, er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum og jólapökkum innanlands.

Ágústa segir að frá hruni hafi verið stöðug aukning í tollskyldum sendingum til landsins og að í október á þessu ári hafi fjöldi þeirra verið orðinn sá sami og allt árið í fyrra, eða vel á annað hundrað þúsund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert