Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, átti erfitt með að ljúka ræðu undir lok þingfundar á Alþingi nú undir kvöld vegna hláturs.
Ragnheiður Elín flutti Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta þingsins, kveðju þingmanna áður en þingfundum var frestað. Sagði hún m.a. að þingmenn mættu allir leggja sig fram við að bæta vinnubrögðin á þinginu og kannski hafa að leiðarljósi boðskapinn úr ævintýrinu um Mjallhvíti og dvergana sjö, að það gangi betur þegar unnið er saman.
Þegar hér var komið sögu heyrðist hlátur í þingsalnum og Ragnheiður Elín átti í kjölfarið erfitt með að halda ræðu sinni áfram.