Miklar líkur á hvítum jólum

Á Reykjavíkurtjörn í dag.
Á Reykjavíkurtjörn í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Tals­vert hef­ur snjóað á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt og morg­un og er afar jóla­legt um að list­ast. Veður­fræðingru seg­ir, að tals­verðar lík­ur séu á því að snjór­inn hald­ist fram að jól­um.

„Það er nú alltof mikið af breyt­ing­um í spánni til þess að maður þori að negla þetta niður, en það er nú út­lit fyr­ir að það hlýni aðeins á morg­un en það er í raun eini dag­ur­inn í bili þar sem hit­inn fer eitt­hvað yfir frost­mark, þannig að það eru nú góðar lík­ur á því að þessi snjór haldi fram að jól­um,“ seg­ir Óli Þór Árna­son, vakt­haf­andi veður­fræðing­ur hjá Veður­stof­unni

Að sögn Óla er erfitt að spá fyr­ir um miðviku­dag­inn og dag­ana þar á eft­ir og því sé ekki hægt að full­yrða um hvernig veðrið verður um miðja næsta viku. Hann bend­ir þó á að eins og staðan sé núna þá sé út­lit fyr­ir að veðrið verði svona í kald­ara­lagi og því séu góðar lík­ur á því að snjór­inn hald­ist þó svo að hann minnki aðeins.

Hress fjölskylda á snæviþaktri Reykjavíkurtjörn í dag.
Hress fjöl­skylda á snæviþaktri Reykja­vík­urtjörn í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert