Skattafrumvörp að lögum

Alþingi samþykkti nú síðdegis frumvörp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, frumvarp um fjársýsluskatt og fleiri skattafrumvörp sem lög.

Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum gerir m.a. ráð fyrir því, að auðlegðarskattur verði framlengdur til ársins 2013, að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 5,1% um áramót, bensín- og olíugjald hækki um 2,5%, kolefnisgjald hækki. Á móti verður atvinnutryggingagjald lækkað um 1,36% en almennt tryggingagjald hækkað um 0,45%

27 þingmenn stjórnarflokkanna samþykktu frumvarpið en 19 þingmenn stjórnarandstöðuflokka greiddu atkvæði gegn því. 2 þingmenn utan flokka sátu hjá.

Þá samþykkti Alþingi að leggja sérstakan fjársýsluskatt  á fjármálafyrirtæki. 30 þingmenn stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar samþykktu frumvarpið en 16 þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks greiddu atkvæði gegn því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert