Tryggvi Gunnarsson var endurkjörinn umboðsmaður Alþingis í dag til fjögurra ára með 41 samhljóða atkvæði í atkvæðagreiðslu á Alþingi en 7 þingmenn skiluðu auðu.
Tryggvi var einn í kjöri. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1999.
Einnig var Þuríður Backman, þingmaður VG, kjörin í Þingvallanefnd í stað Þráins Bertelssonar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG, var kjörin varamaður í nefndina.