Dagurinn verður vindasamur á vesturhluta landsins, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, með snjókomu sem síðar í dag breytist í slyddu eða rigningu. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Aftur frystir á morgun.
Hægari vindur veður á Norðaustur- og Norðurlandi og léttskýjað en þykknar þar upp í kvöld.
Í langtímaspá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir frosti út vikuna og éljum eða snjókomu víða um land þegar líður á vikuna.