Styður ekki samgönguáætlun

Oddsskarð. Þar eru gömul göngu, hátt uppi í heiði.
Oddsskarð. Þar eru gömul göngu, hátt uppi í heiði.

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi samgönguráðherra, styður ekki samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi. Kemur þetta fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Norðfjarðargöng eru ekki á dagskrá fyrr en á öðru tímabili langtímaáætlunar í samgöngumálum. Kristján segist ekki styðja samgönguáætlun sem feli það í sér að umferð verði áfram beint upp í Oddsskarð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Reiknar hann með því að lagðar verði til breytingar á samgönguáætlun til að flýta jarðgangagerð.

,,Þetta er einn hættulegasti vegur yfir að fara og það er löngu búið að lofa nýjum göngum í staðinn fyrir Oddskarðsgöng sem eru stórhættuleg," segir Kristján, við RÚV.

Hann segir stórframkvæmdir á meginleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu fyrir allt að 40 milljarða króna, sem átti að fá að láni frá lífeyrissjóðum, nú taka fé frá öðrum framkvæmdum.

Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra.
Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert