Styður ekki samgönguáætlun

Oddsskarð. Þar eru gömul göngu, hátt uppi í heiði.
Oddsskarð. Þar eru gömul göngu, hátt uppi í heiði.

Kristján Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi og fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra, styður ekki sam­göngu­áætlun sem lögð var fyr­ir Alþingi. Kem­ur þetta fram í há­deg­is­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Norðfjarðargöng eru ekki á dag­skrá fyrr en á öðru tíma­bili lang­tíma­áætl­un­ar í sam­göngu­mál­um. Kristján seg­ist ekki styðja sam­göngu­áætlun sem feli það í sér að um­ferð verði áfram beint upp í Odds­skarð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Reikn­ar hann með því að lagðar verði til breyt­ing­ar á sam­göngu­áætlun til að flýta jarðganga­gerð.

,,Þetta er einn hættu­leg­asti veg­ur yfir að fara og það er löngu búið að lofa nýj­um göng­um í staðinn fyr­ir Oddsk­arðsgöng sem eru stór­hættu­leg," seg­ir Kristján, við RÚV.

Hann seg­ir stór­fram­kvæmd­ir á meg­in­leiðum til og frá höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir allt að 40 millj­arða króna, sem átti að fá að láni frá líf­eyr­is­sjóðum, nú taka fé frá öðrum fram­kvæmd­um.

Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra.
Kristján Möller, fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert