Suðurlandsvegur illfær

Skafrenningur er á Hellisheiði og stórhríð á Sandskeiði. Myndin er …
Skafrenningur er á Hellisheiði og stórhríð á Sandskeiði. Myndin er úr safni. mbl.is/Guðmundur Karl

Suðurlandsvegur er illfær fólksbílum, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ófærðin er frá Breiðholtsbraut og austur.

Samkvæmt yfirlyti umferðardeildar Vegagerðarinnar eru hálkublettir og skafrenningur á Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum. Hálka og stórhríð á  Sandskeiði.

Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir.

Hálka er á Suðurstrandarvegi og víða á Suðurnesjum.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur víða.

Á Vestfjörðum er hálka.

Á Norðurlandi er víða snjóþekja eða hálka.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka.

Varað er við flughálku í dag á vegum þar sem snjór er yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert