Þrjú börn villtust í jólaskóginum

Björgunarsveitarmenn leituðu í Heiðmörk í dag.
Björgunarsveitarmenn leituðu í Heiðmörk í dag. mbl.is/Ernir

Villugjarnt getur verið í jólaskóginum í Heiðmörk. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að leita að níu ára dreng sem hafði orðið viðskila við foreldra sína og fyrr um daginn höfðu tvö slík atvik komið upp án þess að leita þyrfti til björgunarsveita.

Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum í skóginum.

Þegar tilkynning barst um hvarf drengsins var ákveðið að kalla út sem mestan mannskap til leitar, þar sem um barn var að ræða og komið var myrkur og slydda.

Drengurinn komst af sjálfsdáðum út í gegn um skóginn, Kópavogsmegin, og lét vita af sér í húsi í Þingahverfinu, rétt við bæinn Elliðahvamm um klukkan 18, eða klukkustund eftir að hann varð viðskila við foreldra sína.

Björgunarsveit sótti drenginn og kom honum til foreldranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka