Dýpkað fyrir 560 milljónir

Herjólfur í Landeyjarhöfn
Herjólfur í Landeyjarhöfn mbl.is/Ómar

Heildarkostnaður við dýpkun í Landeyjahöfn verður að ári kominn í um 560 milljónir króna, gangi áætlanir Siglingastofnunar eftir. Frá því að höfnin var tekin í notkun í júlí 2010 hefur kostnaður við dýpkun hafnarinnar verið um 345 milljónir króna.

Þar af er áætlaður kostnaður þessa árs 266 milljónir. Í drögum að samgönguáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við dýpkunina verði 214 milljónir króna á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni Landeyjahafnar í Morgunblaðinu í dag.

Herjólfur náði síðustu daga að sigla til Landeyjahafnar, eftir að siglingar þangað höfðu legið niðri síðan í október. Dýpkunarskipin Skandia og Perlan hafa verið að störfum og Skandia nú upp á síðkastið. Samkvæmt yfirliti yfir ferðir þessa árs hafa Herjólfur og Baldur siglt um 1.100 ferðir milli lands og Eyja frá áramótum. Alls hafa verið felldar niður 43 áætlaðar ferðir. Ferðir í Landeyjahöfn hafa verið 774, eða 67,6% allra áætlaðra ferða, og ferðir í Þorlákshöfn 328. Vegna óhagstæðrar ölduspár verður siglt til Þorlákshafnar næstu daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert