Það eru hálka og snjókoma á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er annars hálka, snjór eða hálkublettir. Hálkublettur eru á Reykjanesbraut og víða á Suðurnesjum.
Á Vesturlandi er snjór eða hálka á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vestfjörðum er áframhaldandi hálka og sumstaðar snjóþekja. Flughálka er á Vatnsfjarðarháls.
Á Norðurlandi er víðast hvar hálka en snjór á útvegum. En þó er flughálka víða, til dæmis frá Sauðárkróki að Ketilási, í Öxnadal, á Mývatnsöræfum og frá Tjörnesi og allt austur að Þórshöfn. Flughálka er einnig mjög víða á Austurlandi, í raun á flestum aðalleiðum.