Forsetinn: Hvalveiðar eru réttur Íslendinga

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Nýt­ing auðlinda hafs­ins hef­ur reynst nauðsyn­leg­ur þátt­ur í til­veru okk­ar,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, í laus­legri þýðingu í sam­tali við USA Today, út­breidd­asta dag­blað Banda­ríkj­anna.

For­set­inn seg­ir þá þver­sögn uppi í mál­flutn­ingi Banda­ríkja­stjórn­ar í hval­veiðimál­um að á sama tíma og hún legg­ist gegn hval­veiðum heim­ili hún frum­byggj­um í Alaska að veiða græn­lands­hval.

Þá benti for­set­inn á að hval­kjöt hefði verið á borðum Íslend­inga í ára­tugi og væri því í senn auðlind og hluti af mat­ar­menn­ingu þjóðar­inn­ar.

Það var blaðakon­an Laura Bly sem heim­sótti Ísland ný­verið og snæddi þá meðal ann­ars hrefnu á Grill­markaðnum við Lækj­ar­götu. Fyllti sá máls­verður hana sekt­ar­kennd, í ljósi þess hversu hval­veiðar eru um­deild­ar.

Bly hitti for­set­ann og Dor­rit Moussai­eff einnig að máli og var við það til­efni boðið upp á þorskslif­ur í út­færslu for­setafrú­ar­inn­ar. Fylg­ir ekki sög­unni hver upp­skrift­in var.

Grein USA Today má nálg­ast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert