Icesave á hendi Össurar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Fjór­ir þing­menn meiri­hlut­ans í ut­an­rík­is­mála­nefnd auk áheyrn­ar­full­trúa telja rétt og í sam­ræmi við stjórn­skip­un­ina að form­legt fyr­ir­svar mála­rekst­urs gagn­vart EFTA-dóm­stóln­um sé á hendi ut­an­rík­is­ráðherra.

Þetta kem­ur fram í ann­arri bók­un sem var lögð fram á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í kvöld, en að henni standa þing­menn­irn­ir Árni Þór Sig­urðsson, Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, Mörður Árna­son, Helgi Hjörv­ar og Birgitta Jóns­dótt­ir, sem er áheyrn­ar­full­trúi í nefnd­inni.

Bók­un­in er svohljóðandi:

„Und­ir­rituð full­trú­ar í ut­an­rík­is­mála­nefnd telja rétt og í sam­ræmi við stjórn­skip­un­ina að hið form­lega fyr­ir­svar vegna mála­rekst­urs gagn­vart EFTA-dóm­stóln­um sá [sic] á hendi ut­an­rík­is­ráðherra. Mik­il­vægt er að sam­ráð milli þeirra ráðuneyta sem málið varðar verði náið og sömu­leiðis sam­ráð við ut­an­rík­is­mála­nefnd. Jafn­framt verði lögð áhersla á að ut­an­rík­is­ráðherra og efna­hags- og viðskiptaráðherra komi fyr­ir nefnd­ina til að fjalla um málsmeðferð og málsvörn Íslands.“

Meiri­hlut­inn vill Árna Pál

Tekið skal fram að níu þing­menn eiga sæti í nefnd­inni. Fram hef­ur komið að meiri­hluti nefnd­ar­manna, fimm full­trú­ar af níu, leggi hins veg­ar áherslu á að Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, fari áfram með fyr­ir­svar Ices­a­ve­máls­ins gagn­vart ESA og EFTA dóm­stóln­um.

„Minni­hluti nefnd­ar­inn­ar, fjór­ir full­trú­ar, lögðu fram aðra bók­un.  Rík­is­stjórn Íslands hlýt­ur að taka til­lit til vilja meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefn­ar.

Birgitta Jóns­dótt­ir er áheyrn­ar­full­trúi á fund­um nefnd­ar­inn­ar og get­ur því ekki staðið að af­greiðslum nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem er á meðal þeirra fimm þing­manna sem vilja að málið verði enn í hönd­um Árna Páls.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert