Reynt að hindra tillögu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. mbl/Ómar

Lög­fræðiálit, sem for­seti Alþing­is, Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir, lét vinna vegna þings­álykt­un­ar­til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um aft­ur­köll­un ákæru á hend­ur Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, fyr­ir lands­dómi, staðfest­ir að til­lag­an er þing­tæk.

„Ég lét vinna fyr­ir mig minn­is­blað um málið og það var mitt mat eft­ir að hafa fengið það í hend­ur að það væri eðli­legt að málið færi á dag­skrá,“ seg­ir Ásta. Aðspurð seg­ir hún að aðallög­fræðing­ur Alþing­is hafi unnið það í sam­ráði við fleiri.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ásta um til­efni þess að álitið var unnið, að það hafi verið óskað eft­ir því. Að fengnu álit­inu hafi hún samið við Bjarna um að málið færi á dag­skrá 20. janú­ar á næsta ári.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins olli til­lag­an miklu upp­námi meðal stjórn­ar­flokk­anna og lögðu þeir allt kapp á að koma í veg fyr­ir að hún yrði tek­in fyr­ir og báru því meðal ann­ars við að hún væri ekki þing­tæk. Líkti einn heim­ild­armaður því við að kjarn­orku­sprengju hefði verið varpað inn á þingið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert