Rúm 40% borða skötu á Þorláksmessu

 Af þeim sem tóku afstöðu í könnun MMR um skötuát sögðust 41,8% ætla að borða skötu en meirihlutinn eða 58,2% ætlaði ekki að borða skötu á Þorláksmessu.

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á því hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu eftir kyni og búsetu en þó sérstaklega eftir aldri.

Af þeim sem tóku afstöðu ætluðu fleiri karlar en konur að borða skötu á Þorláksmessu eða 46,6% karla en 37,0% kvenna.

Höfuðborgarbúar voru minna hrifnir af skötuáti á Þorláksmessu en þeir sem bjuggu á landsbyggðinni. Þannig sögðust 37,2% höfuðborgarbúa ætla að borða skötu á Þorláksmessu en 49,0% þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni.

Mesti munurinn var þó milli aldurshópa og þeim sem ætluðu að borða skötu á Þorláksmessu fjölgaði með hækkandi aldri. Meirihluti elsta aldurshópsins ætlaði að borða skötu eða 55,5% þeirra, en 43,8% aldurshópsins milli 30 – 49 ára og 24,3% yngsta aldurshópsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert