„Sannkölluð vestfirsk stóriðja“

Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller. Ernir Eyjólfsson

Stór laxeldisstöð í Arnarfirði, sem gæti skapað allt að 50 störf, gæti orðið að veruleika á næstunni. Þetta segir Kristján Möller, alþingismaður.  Hann segir að Íslendingar geti lært ýmislegt af Norðmönnum hvað varðar laxeldi, því þar sé regluverk varðandi atvinnugreinina talsvert markvissara.

„Hér á landi er leyfi til laxeldis veitt til tíu ára í einu, en það hefur veruleg áhrif á fjármögnum og möguleikann á að fá fjárfesta. Það er erfitt að fjármagna verkefni, þegar fólk veit ekki hvort það getur haldið áfram eftir tíu ár. Í Noregi er leyfið veitt ótímabundið, en ef menn brjóta reglur, þá er það tekið af þeim.“

Það er fyrirtækið Arnarlax, sem hefur í hyggju að byggja upp laxeldi í Arnarfirði. „Þetta eru að mínu mati mjög metnaðarfull áform, sannkölluð  vestfirsk stóriðja,“ segir Kristján. „Þarna á að vera 3000 tonna eldi, sem þýðir um 1500 tonn af frystum afurðum.“

Að sögn Kristjáns er málið nú í umsagnarferli og hann segir fleiri aðila hafa lýst yfir áhuga á laxeldi í Arnarfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert