Eftir að fjármagna virkjanir

Eftir er að fjármagna stækkun Reykjanesvirkjunar.
Eftir er að fjármagna stækkun Reykjanesvirkjunar. mbl.is/RAX

HS Orka getur ekki gengið til samninga um fjármögnun stækkunar Reykjanesvirkjunar eða hafist handa við virkjun fyrr en gengið hefur verið frá fyrirvörum í samningum við Norðurál um orkusölu til álvers í Helguvík.

HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur skuldbundu sig til að útvega meginhluta orkunnar sem álver Norðuráls í Helguvík þarf. Í samningunum eru fyrirvarar um að öll leyfi fáist til að virkja, að tryggð verði lágmarksarðsemi framkvæmdar og fjármögnun takist. Þótt orkusamningur HS Orku og Norðuráls standi þurfa fyrirtækin að taka upp viðræður um framkvæmdina. Síðan þarf að fjármagna virkjunina.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Norðurál hefur lýst því yfir að hægt verði að halda áfram framkvæmdum við álverið þegar orkuöflun til fyrsta áfanga hafi verið tryggð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert