Enginn bilbugur á saksóknara

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Ómar óskarsson

Sak­sókn­ar­nefnd Alþing­is fundaði eft­ir há­degið í dag og lauk fundi fyr­ir rúm­um hálf­tíma síðan. Rætt var um málið gegn Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, fyr­ir Lands­dómi, að sögn Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur, vara­for­manns nefnd­ar­inn­ar.

Á fund­inn mættu þau Sig­ríður Friðjóns­dótt­ir sak­sókn­ari og Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­sak­sókn­ari Alþing­is, en ásamt nefnd­ar­mönn­um sat Þór­hall­ur Vil­hjálms­son, yf­ir­lög­fræðing­ur Alþing­is, fund­inn.

Mar­grét seg­ir að farið hafi verið yfir gang máls­ins al­mennt og skipst á upp­lýs­ing­um við sak­sókn­ara. Til­laga Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um niður­fell­ingu ákær­unn­ar, hafi ekki verið rædd á fund­in­um.

Al­mennt sagði Mar­grét að ekk­ert hefði breyst í mál­inu á fund­in­um, né held­ur hefði verið neinn bil­bug að finna á sak­sókn­ara, held­ur full­ur vilji hjá hon­um til að halda áfram með málið.

Upp­fært kl. 15:40: Að sögn Atla Gísla­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar, var til­laga um niður­fell­ingu ákær­unn­ar gegn Geir Haar­de til­efni fund­ar­ins og var sak­sókn­ari upp­lýst­ur á fund­in­um um þau gögn og þær umræður sem komið hafa fram á Alþingi vegna þeirr­ar til­lögu. Atli tók þó skýrt fram að nefnd­in hefði ekki tekið neina efn­is­lega af­stöðu til til­lög­unn­ar á fund­in­um, held­ur hefði hún aðeins verið að miðla upp­lýs­ing­um um hana til sak­sókn­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert