Gengislánamáli vísað frá

Arion banki tók Sparisjóð Mýrarsýslu yfir.
Arion banki tók Sparisjóð Mýrarsýslu yfir. mbl.is/hag.is

Hæstirétt­ur hef­ur vísað frá máli sem Ari­on banki höfðaði í héraði gegn Birni Þorra Vikt­ors­syni og Karli Georg Sig­ur­björns­syni vegna geng­isláns sem tekið var hjá Spari­sjóði Mýra­sýslu árið 2005.

Héraðsdóm­ur Vest­ur­lands hafði áður dæmt Ari­on banka í vil og áfrýjuðu þeir Björn og Karl til Hæsta­rétt­ar. Lánið var í sviss­nesk­um frönk­um en veitt í ís­lensk­um krón­um, í upp­hafi að jafn­v­irði 17,6 millj­óna króna. Lánið var ekki greitt en á gjald­daga í nóv­em­ber 2008 var lán­tak­anda send greiðslu­kvitt­un. Sam­kvæmt héraðsdómn­um var kvitt­un­in send fyr­ir mis­tök. Ari­on­banki, sem yf­ir­tók Spari­sjóð Mýra­sýslu, hélt því fram að lánið væri ógreitt þrátt fyr­ir að sjálf­virk greiðslu­kvitt­un hefði verið send út fyr­ir mis­tök. Lán­tak­andi krafðist sýknu.

Héraðsdóm­ur féllst ekki á að greiðslu­kvitt­un­in hefði verið gild, þar sem ljóst var að um mis­tök hefði verið að ræða. Taldi héraðsdóm­ur enn­frem­ur að lánið hefði verið veitt í er­lendri mynt. Ekki var fall­ist á að al­menn þróun efna­hags­mála hefði verið virt sem brost­in for­senda, sem haft gæti áhrif á lánið. Geng­is­trygg­ing láns­ins var því staðfest í Héraðsdómi Vest­ur­lands.

Í grein­ar­gerð sinni til Hæsta­rétt­ar setti Ari­on banki fram nýja vara­kröfu sem grund­vallaðist á því að ekki yrði fall­ist á að skuld­bind­ing­in hefði verið í sviss­nesk­um frönk­um, held­ur í ís­lensk­um krón­um. Bank­inn féll síðan frá kröfu sinni um að hinn áfrýjaði dóm­ur yrði staðfest­ur. Seg­ir í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar að krafa bank­ans fyr­ir rétt­in­um hafi verið reist á máls­ástæðum sem ekki komu nærri mála­til­búnaði hans í héraðsdóms­stefnu.

Tel­ur Hæstirétt­ur hafa skort á að skil­yrðum laga um meðferð einka­mála væri full­nægt til að Hæstirétt­ur gæti byggt á þess­um nýju máls­ástæðum við úr­lausn máls­ins. Þær hafi þótt óhjá­kvæmi­lega fela í sér að Ari­on banki hafi í reynd fallið frá öll­um máls­ástæðum varðandi út­reikn­ing kröf­unn­ar, sem bank­inn byggði á fyr­ir héraðsdómi. Því hafi eng­ar máls­ástæður verið til­tæk­ar af hendi bank­ans til að byggja úr­lausn þess á, að því er varðaði ákvörðun á fjár­hæð kröf­unn­ar. Þess vegna sé rétt að vísa mál­inu frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert