Kröfu um endurupptöku nauðungarsölu hafnað

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur hafnað kröfu Breiðverks ehf. um að heim­il verði end­urupp­taka á nauðung­ar­sölu hjá sýslu­mann­in­um í Kópa­vogi á fast­eign í bæj­ar­fé­lag­inu.

Breiðverk, sem höfðaði málið gegn Ari­on banka, fór fram á að nauðung­ar­sal­an yrði end­urupp­tek­in á grund­velli bráðabirgðaákvæðis laga um vexti og verðtrygg­ingu um lengri tíma­fresti. Héraðsdóm­ur hafnaði því hins veg­ar þar sem ekki voru til staðar heim­ild­ir um end­urupp­töku í lög­um um nauðung­ar­sölu og bráðabirgðaákvæðið sneri ein­göngu að leng­ingu tíma­fresta til end­urupp­töku dóma, úr­sk­urða og fulln­ustu­gerða, að öðrum skil­yrðum upp­fyllt­um.

Laga­heim­ild­ir skort­ir

Breiðverk hélt því fram að með setn­ingu bráðabirgðaákvæðis­ins hefði end­urupp­töku­heim­ild vegna nauðung­ar­sölu verið lög­fest þrátt fyr­ir að eng­ar end­urupp­töku­heim­ild­ir væru til staðar í lög­um um nauðung­ar­sölu. Hefði til­gang­ur lög­gjaf­ans verið sá að gera stöðu þeirra, sem höfðu tekið lán með ólög­mætri geng­is­trygg­ingu, jafna og gera þeim jafnt und­ir höfði með því að lög­festa slíkt ákvæði. Breiðverk taldi að ákvæðið væri skýrt og það ætti við um fulln­ustuaðgerðir, þar á meðal nauðung­ar­sölu.

Ari­on banki mót­mælti þess­um rök­um og taldi m.a. að end­urupp­töku­heim­ild í nauðung­ar­sölu­lög­un­um væri ekki fyr­ir hendi og til­gang­ur lög­gjaf­ans með setn­ingu bráðabirgðaákvæðis hefði verið sá að lengja þá fresti til að bera und­ir dóm­stóla ágrein­ing í þeim mála­flokk­um þar sem lög­bundn­ar end­urupp­töku­heim­ild­ir væru til staðar.

Héraðsdóm­ur tók ekki und­ir þau rök Breiðverks að með setn­ingu bráðabirgðaákvæðis­ins hefði lög­gjaf­inn verið að bæta við nauðung­ar­sölu­lög­in heim­ild­um til að end­urupp­taka nauðung­ar­sölu sem þegar væri lokið, um­fram það sem komi fram í lög­um um vexti og verðtrygg­ingu.

Því skorti laga­heim­ild­ir til að verða við kröf­um Breiðverks og verði krafa Ari­on banka um að hafna beri kröfu um heim­ild til að end­urupp­taka nauðung­ar­sölu tek­in til greina.

Tók er­lent mynt­körfulán

Fram kem­ur í dómn­um að Breiðverk hafi tekið er­lent mynt­körfulán að fjár­hæð 20.000.000 króna hjá Kaupþingi banka hf. þann 24. apríl 2007. Var lánið  tryggt með veði á 1. veðrétti í fast­eign sókn­araðila í Kópa­vogi. Var fyrsti gjald­dagi af­borg­ana 1. fe­brú­ar 2008 og fjöldi af­borg­ana 300 tals­ins.  Var lánið bundið við gengi sviss­neska frank­ans að hálfu og jap­anska jens­ins að hálfu.

Við fall ís­lensku bank­anna hækkuðu lán­in veru­lega og fóru í van­skil.

Fram kem­ur að 16. sept­em­ber hafi Ari­on banki sent Breiðverki greiðslu­áskor­un þar sem kom fram að skulda­bréf var sagt í van­skil­um frá 2. júní 2009. Var skuld Breiðverks vegna skulda­bréfs­ins 57 millj­ón­ir kr. Sama dag sendi bank­inn fé­lag­inu greiðslu­áskor­un vegna láns og voru eft­ir­stöðvar láns­ins 7,3 millj­ón­ir króna.

Þann 17. nóv­em­ber 2010 sendi Ari­on banki sýslu­mann­in­um í Kópa­vogi beiðni um nauðung­ar­sölu á fast­eign­inni í Kópa­vogi, vegna skulda­bréfs­ins. Breiðverki var  send til­kynn­ing um nauðung­ar­söl­una þann 30. nóv­em­ber 2010. Var nauðung­ar­sölu­beiðnin tek­in fyr­ir hjá sýslu­manni þann 19. janú­ar 2011 að aðilum báðum mætt­um.  Byrj­un upp­boðs fór fram 17. mars 2011 að gerðarbeiðanda ein­um mætt­um og var mál­inu frestað til 5. maí 2011.

Bauð 3 millj­ón­ir í fast­eign­ina

Þann dag mætti gerðarþoli hjá sýslu­manni og mót­mælti hann gerðinni þar sem hún væri byggð á ólög­mætu geng­is­tryggðu láni. Krafðist hann að gerðin yrði stöðvuð og var bókað að hann myndi skjóta ágrein­ingi aðila til héraðsdóms. Var því mót­mælt af Ari­on banka og var ákveðið að fram­hald nauðung­ar­söl­unn­ar yrði 25. maí 2011. Þann dag var fast­eign­in seld og var hæst­bjóðandi Ari­on banki, sem bauð þrjár millj­ón­ir króna í eign­ina. Hún var met­in á 16 millj­ón­ir kr. á upp­boðsdegi af fast­eigna­sér­fræðingi Ari­on banka. Bank­inn seg­ir að fast­eign­in hafi verið illa far­in.

Héraðsdóm­ur Reykja­ness seg­ir að ekki verði annað séð af gögn­um máls­ins en að öll skil­yrði laga um nauðung­ar­sölu hafi verið til staðar þegar umþrætt nauðung­ar­sala fór fram þann 25. maí 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert