Ögmundur segir loforðapólitík Kristjáns liðna tíð

Ögmundur Jónasson vígir samgöngumannvirki.
Ögmundur Jónasson vígir samgöngumannvirki. mbl.is

„Það á að vera liðin tíð að stjórnmálamenn lofi upp í ermina á sér,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vegna ummæla Kristjáns Möller, þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra, um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar.

Kristján segist ekki geta stutt áætlunina m.a. vegna frestunar Norðfjarðaganga og áætlunar ríkisstjórnarinnar til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Ögmundar væri óskandi að fjárhagur ríkissjóðs væri betri og hægt væri að fara í öll þau brýnu samgönguverkefni sem liggja fyrir.

„Krafan á hinu nýja Íslandi, sem stundum er kallað svo, er að menn sýni í senn fyrirhyggju og raunsæi hvað varðar allar framkvæmdir,“ segir Ögmundur. Þá telur hann að Kristján fari ekki rétt með um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert