Össur fer með Icesave-málið

Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson á Alþingi, ásamt samráðherra …
Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson á Alþingi, ásamt samráðherra sínum Ögmundi Jónassyni. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra mun hafa stjórn­skipu­lega um­sjón með mála­rekstri Íslend­inga í Ices­a­ve-mál­inu. Þetta var ákveðið á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un, að því er fram kem­ur á vef Rúv.

Mbl.is hef­ur ekki náð tali af ráðherra eða aðstoðar­manni hans til að fá þetta staðfest, en Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, hef­ur farið með for­svar ís­lenska rík­is­ins í mál­inu í sam­skipt­um við Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, frá því að Ices­a­ve-samn­ing­arn­ir voru felld­ir í þjóðar­at­kvæðagreiðslu 9. apríl síðastliðinn. Ekki hef­ur held­ur náðst í Árna eða aðstoðarmann hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka