Rauð jól í Reykjavík?

Jólasveinninn Ketkrókur.
Jólasveinninn Ketkrókur. Mbl.is / Birkir Fanndal

Veðurstofa Íslands spáir fimm stiga hita í Reykjavík klukkan 18.00 síðdegis á morgun, miðvikudag. Svo há hitatala hefur ekki sést í nokkurn tíma í borginni enda hófst veturinn með löngum frostakafla. Fimmtudag og föstudag er því spáð að hiti verði um og yfir frostmark. Rigningu er spáð aðfaranótt aðfangadags.

Hins vegar er spáð snjókomu í höfuðborginni síðdegis á aðfangadag.

Spáð er eins stigs frosti og snjókomu á hádegi á jóladag á höfuðborgarsvæðinu og fjögurra gráða frosti og snjókomu um hádegisbilið á öðrum degi jóla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert