Segja mál að linni

Sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Níu hæsta­rétt­ar­lög­menn, sem gæta hags­muna ým­issa sak­born­inga sem eru til rann­sókn­ar hjá sér­stök­um sak­sókn­ara, segja mál að linni en und­an­farið hafi sér­stak­ur sak­sókn­ari veitt fjöl­miðlum lið í sak­bend­ing­um sem birt­ar hafi verið í Kast­ljósi.  Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem lög­fræðing­arn­ir hafa sent frá sér.

„Hér á landi fara nú fram um­fangs­meiri saka­mál­a­rann­sókn­ir en nokk­ur dæmi eru um í sög­unni. Mál­in eru flók­in.  Lítt er hirt um að skýra málstað sak­born­inga, þeir njóta ekki sann­mæl­is og sann­girni og eiga erfitt með að koma sinni hlið á fram­færi. Til­raun­ir til þess gera lítið annað en að halda mál­um í umræðu og valda sak­born­ing­um og fjöl­skyld­um þeirra miska. Kraf­an um sak­sókn og sak­fell­ing­ar er há­vær og lít­ill gaum­ur er gef­inn þeim mögu­leika að hinir sökuðu  kunni að vera sak­laus­ir.

Grund­vall­ar­regla í öll­um siðuðum sam­fé­lög­um er sú að all­ir sem eru born­ir sök­um um refsi­verða hátt­semi skuli telj­ast sak­laus­ir þar til sekt þeirra hef­ur verið sönnuð. Þetta er laga- og siðaregla sem gild­ir fyr­ir alla. Frá regl­unni eru eng­ar unda­tekn­ing­ar. Engu skipt­ir t.d. hversu al­var­leg­ur verknaður­inn er tal­inn vera. Þvert á móti reyn­ir mest á að regl­unni sé fylgt þegar al­var­leg­ar sak­ir eru born­ar á menn . Þá er freist­ing­in mest að kasta lög­um og siðferði til hliðar og lýsa menn seka þótt eng­in sök hafi verið sönnuð.

Nýj­asta fram­lag fjöl­miðla til umræðunn­ar  er um­fjöll­un Kast­ljóss í vik­unni sem leið. Þar virt­ust sér­stak­ur sak­sókn­ari og aðrir rann­sak­end­ur mála tengd­um banka­hrun­inu hafa ákveðið að leka völd­um upp­lýs­ing­um til Kast­ljóss. Á grund­velli þeirra upp­lýs­inga hef­ur svo Kast­ljós eða viðmæl­end­ur þess viðhaft ít­rekaðar staðhæf­ing­ar um sekt nafn­greindra manna þrjú kvöld í röð á besta tíma í sjón­varpi, án þess að hafa kynnt sér eða hlustað á skýr­ing­ar hinna sökuðu. Þannig flutti Kast­ljós málið ein­hliða fyr­ir áhorf­end­um og leiddi fram viðmæl­end­ur sem voru til­bún­ir að kveða upp úr um sekt hinna sökuðu án frek­ari mála­leng­inga.

Nú er mál að linni. Úr því að sér­stak­ur sak­sókn­ari boðar að ákvörðun um sak­sókn sé á næsta leiti í fjölda mála verður hann að forðast að leggja fjöl­miðlum lið í sak­bend­ing­um af því tagi sem fram komu í Kast­ljósi. Slík um­fjöll­un þjón­ar þeim eina til­gangi að skapa þrýst­ing frá al­menn­ingi á dóm­stóla sem nú ríður á að gæti að sjálf­stæði sínu og óhlut­drægni. Þá verða fjöl­miðlar lands­ins að sýna þann siðferðis­styrk að leyfa mönn­um að njóta sjálf­sagðra mann­rétt­inda þar til leyst hef­ur verið úr ágrein­ingi um sekt þeirra fyr­ir dóm­stól­um. 

Höf­und­ar eru hæsta­rétt­ar­lög­menn og gæta hags­muna ým­issa sak­born­inga sem eru til rann­sókn­ar hjá sér­stök­um sak­sókn­ara. Höf­und­ar eru all­ir sjálf­stæðir og óháðir í störf­um sín­um.

Reykja­vík, 20. des. 2011

Björg­vin Þor­steins­son hrl.

Brynj­ar Ní­els­son hrl.

Friðjón Örn Friðjóns­son hrl.

Gest­ur Jóns­son hrl.

Hörður Fel­ix Harðar­son hrl.

Jó­hann­es Bjarni Björns­son hrl.

Karl Ax­els­son hrl.

Reim­ar Pét­urs­son hrl.

Sig­urður G. Guðjóns­son hrl."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert