Sumar tegundir jólabjórs búnar

Nær helmingsaukning er í sölu á jólabjór, frá síðasta ári. Selst höfðu 462,5 þúsund lítrar af bjórnum um helgina en á sama tíma í fyrra nam salan 312,7 þúsund lítrum.

Jólabjórinn hefur selst það vel að sumar tegundir hans eru uppseldar í einstökum vínbúðum þó að í flestum þeirra séu einhverjar tegundir til, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Hjá framleiðendum og innflytjendum eru margar tegundir uppseldar og ekki von á meira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert