„Ástæðulaust upphlaup“

Perlan í Öskjuhlíð er mikil borgarprýði.
Perlan í Öskjuhlíð er mikil borgarprýði. Árni Sæberg

Gylfi Magnússon, einn af fulltrúum borgarstjórnarmeirihlutans í stjórn Orkuveitunnar, segist ekki skilja „ástæðulaust upphlaup“ sem orðið hafi vegna viljayfirlýsingar varðandi tilboð sem gert var í Perluna. Engin ákvörðun um sölu hafi verið tekin. Bent hefur verið á að hæpið sé að skipulagsyfirvöld muni ná því að afgreiða hugmyndir tilboðsgjafans fyrir 31. mars, en þá rennur gildistími viljayfirlýsingarinnar út.

„Ég hef enga skoðun á því, það er alfarið mál tilboðsgjafans,“ segir Gylfi. „Hann valdi þessa dagsetningu. Þetta snýst bara um það hvort hann falli frá fyrirvörum, hann hefur frest til þess fram að þeim tíma.“

Á stjórnarfundi í kvöld gagnrýndu þau Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir, fulltrúar minnihlutans allt ferlið í sambandi við tilboðin. Kjartan telur ákvörðun forstjóra um að samþykkja viljayfirlýsinguna hafa átt að fara fyrst fyrir stjórnarfund. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka