Búið að tæma sum útibú af seðlum

Árni Tóm­as­son, formaður skila­nefnd­ar Glitn­is, seg­ir í viðtali við Morg­un­blaðið í dag, að marg­ir hefðu tekið út pen­inga úr bönk­un­um á fyrstu dög­um eft­ir hrun.

„Ég man eft­ir nokkr­um augna­blik­um þegar við biðum ang­istar­full eft­ir því að klukk­an yrði fjög­ur og bank­arn­ir lokuðu. Inni­stæðueig­end­ur mættu í raðir við bank­ana með tösk­ur til að fylla þær af seðlum. Í 1-2 daga komu til­kynn­ing­ar frá úti­bú­um þar sem sagði: „Hér eru all­ir seðlar bún­ir“.

Við báðum starfs­menn að reyna að hægja á af­greiðslunni. Síðan, þegar klukk­an var orðin fjög­ur, gafst tæki­færi til að flytja seðla til úti­bú­anna. Það mynduðust biðraðir þegar úti­bú­in opnuðu, en þegar menn sáu að það var til nóg af seðlum og menn fengu þá hurfu biðraðirn­ar. Síðan kom fram í frétt­um að nú væri góður tími fyr­ir inn­brotsþjófa og þá fóru pen­ing­arn­ir að koma inn aft­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert