Búið að tæma sum útibú af seðlum

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að margir hefðu tekið út peninga úr bönkunum á fyrstu dögum eftir hrun.

„Ég man eftir nokkrum augnablikum þegar við biðum angistarfull eftir því að klukkan yrði fjögur og bankarnir lokuðu. Innistæðueigendur mættu í raðir við bankana með töskur til að fylla þær af seðlum. Í 1-2 daga komu tilkynningar frá útibúum þar sem sagði: „Hér eru allir seðlar búnir“.

Við báðum starfsmenn að reyna að hægja á afgreiðslunni. Síðan, þegar klukkan var orðin fjögur, gafst tækifæri til að flytja seðla til útibúanna. Það mynduðust biðraðir þegar útibúin opnuðu, en þegar menn sáu að það var til nóg af seðlum og menn fengu þá hurfu biðraðirnar. Síðan kom fram í fréttum að nú væri góður tími fyrir innbrotsþjófa og þá fóru peningarnir að koma inn aftur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka