Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út nokkrum sinnum í dag og í kvöld vegna vatnsleka. Slökkviliðið beinir því til fólks að huga að stífluðum niðurföllum svo að vatn leki ekki inn í íbúðir.
Talsverða hláku gerði á landinu síðdegis í dag en við það myndaðist mikil hálka á götum. Að sögn slökkviliðs gerist það alltaf við þessar aðstæður að fólk gleymir að huga að niðurföllum sem stíflast vegna klaka en það getur orðið til þess að vatn tekur að leka inn í íbúðir.
Slökkviliðið fékk fjórar tilkynningar um vatnsleka síðdegis í dag og kvöld.