Gunnar keppir í Dublin

Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður.
Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður.

Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson mun keppa í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) á Cage Contender keppninni í Dublin á Írlandi þann 25. febrúar næstkomandi. Andstæðingur hans verður tilkynntur síðar en bardagi Gunnars verður aðalbardagi kvöldsins.

Í tilkynningu segir að Gunnar hafi tekið sér frí frá keppni í MMA árið 2011, en hann keppti síðast í september 2010 þegar hann sigraði Englendinginn Eugene Fadiora í fyrstu lotu. Fadiora hafði unnið alla sína bardaga fram að því.

Gunnar er ósigraður í MMA en hann á níu bardaga að baki. Hann keppti þrisvar árið 2010 og vann alla þá bardaga í fyrstu lotu á svonefndu hengingartaki. Reyndar hafa allir sigrar Gunnars komið í fyrstu lotu nema gegn hinum brasilíska Iran Mascarenhas sem Gunnar keppti við í Danmörku 2008, þar rotaði hann andstæðing sinn í annarri lotu. Eftir áramót heldur Gunnar til útlanda til að undirbúa sig fyrir komandi átök

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka