Icelandair kaupir losunarheimildir

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stjórn­end­ur Icelanda­ir eru byrjaðir að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir, en frá og með 1. janú­ar 2012 mun flug­starf­semi inn­an EES-svæðis­ins falla und­ir viðskipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ild­ir.

Um­hverf­is­ráðherra setti 9. des­em­ber sl. reglu­gerð um út­hlut­un end­ur­gjalds­lausra los­un­ar­heim­ilda til flugrek­enda, og er hún í sam­ræmi við ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar frá 21. októ­ber 2011. Með reglu­gerðinni hef­ur verið ákveðið eitt ár­ang­ur­s­viðmið fyr­ir viðskipta­tíma­bilið 2012 og annað fyr­ir viðskipta­tíma­bilið 2013-2020. Á tíma­bil­inu 2012 fá flugrek­end­ur út­hlutað 0,6797 los­un­ar­heim­ild­um fyr­ir hverja 1.000 tonn­kíló­metra, en fyr­ir tíma­bilið 2013-2020 fá flugrek­end­ur út­hlutað á hverju ári 0,6422 los­un­ar­heim­ild­um fyr­ir hverja 1.000 tonn­kíló­metra.

Níu flugrek­end­ur, þar af tveir ís­lensk­ir þ.e. Icelanda­ir og Flug­fé­lag Íslands, sóttu um end­ur­gjalds­laus­ar los­un­ar­heim­ild­ir til Um­hverf­is­stofn­un­ar. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur reiknað út­hlut­un end­ur­gjalds­lausra los­un­ar­heim­ilda til flugrek­enda í viðskipta­kerfi ESB fyr­ir viðskipta­tíma­bilið árið 2012 og fyr­ir hvert ár á viðskipta­tíma­bil­inu 2013-2020. Úthlut­un­in bygg­ist á ár­ang­ur­s­viðmiðum og vottuðum upp­lýs­ing­um frá flugrek­end­um um fjölda tonn­kíló­metra í starf­semi þeirra árið 2010.

Icelanda­ir er flug­fé­lag sem er að vaxa og þarf fé­lagið því að kaupa sér viðbót­ar los­un­ar­heim­ild­ir. Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, vill ekki gefa upp ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um hvað þessi kostnaður er áætlaður hár á næsta ári, en hann seg­ir þetta háar upp­hæðir. Kostnaður­inn hlaupi á hundruðum millj­óna.

Nú er hægt að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir á markaði líkt og eldsneyti. Verðið hækk­ar og lækk­ar eins og hver önn­ur vara. Guðjón seg­ir að fyr­ir­tækið sé þegar farið að nýta sér þenn­an markað.

Eins og jafn­an þegar nýr liður af þessu tagi bæt­ist við rekstr­ar­út­gjöld fyr­ir­tækja eru fyr­ir­tæki far­in að bjóða flugrek­end­um trygg­ing­ar af ýmsu tagi. Hægt er að gera samn­inga um kaup á los­un­ar­heim­ild­um til langs tíma og skemmri tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert