Kvótafrumvarpið eins og bílsys

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á Alþingi. Árni Þór Sigurðsson í ræðustól.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á Alþingi. Árni Þór Sigurðsson í ræðustól. mbl.is/Eggert

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Kastljósi í kvöld að líkja mætti stóra kvótafrumvarpinu, sem lagt var fram í vor, við bílslys. Frumvarpið hefði ekki verið boðlegt. Hann hefur trú á að ríkisstjórnin geti náð fram breytingum á lögum um stjórn fiskveiða.

„Ríkisstjórninni mun aldrei takast að koma sama máli í gegn og lagt var fram á síðasta þingi. Það var eins og bílslys. Menn rákust bara á vegg. Það var bent á svo marga galla í því frumvarpi. Menn læra af reynslunni og læra af því hvernig til tókst þar,“ sagði Össur í viðtali í Kastljósi í kvöld.

Össur var spurður hvort það væri boðlegt að leggja fram frumvarp og líða á eftir eins og maður hefði lent í bílslysi. „Mér finnst það nú ekki boðlegt, enda lagði ég það ekki fram.“

Össur sagði að til þess að ná fram breytingum á lögunum þyrftu allir að gefa eftir. Samfylkingin þyrfti að gefa eftir og það þyrftu útvegsmenn líka að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert