100 milljóna tap á rekstri Perlunnar

Perlan í Öskjuhlíð. Hús Háskólans í Reykjavík í forgrunni.
Perlan í Öskjuhlíð. Hús Háskólans í Reykjavík í forgrunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum að fá einhver viðbrögð borgaryfirvalda við því hvort menn geti séð þetta fyrir sér sem spennandi kost til að byggja þarna upp. Það liggur alveg fyrir að þessi lóð og þessi bygging er einskis virði ef ekkert má gera þarna.“

Þetta segir Garðar Vilhjálmsson sem er í forsvari fyrir hóp fjárfesta sem gert hefur tilboð upp á tæplega 1,7 milljarða í Perluna í Öskjuhlíð, með tilteknum fyrirvörum um breytingar og framkvæmdir.

70-100 milljóna tap hefur verið á rekstri Perlunnar mörg undanfarin ár. Garðar segir að einkaaðilar hafi enga möguleika á að eiga og reka þetta hús með óbreyttum hætti. „Það getur enginn nema kannski aðili eins og Orkuveitan leyft sér að nýta húsnæði svona,“ segir Garðar.

Garðar segir að fjárfestahópurinn sé ekki tilbúinn að leggja í mikinn kostnað við málið ef enginn áhugi sé hjá borgaryfirvöldum á að byggja upp ferðaþjónustu við Perluna. Hugmyndir hópsins gera ráð fyrir fjárfestingu upp á 7-10 milljarða.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert