Þakplötur og tunnur fjúka

Björgunarsveitarmenn að störfum við að festa þakplötur. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum við að festa þakplötur. Mynd úr safni. mbl.is/Jónas

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa sinnt nokkrum útköllum í kvöld vegna hvassviðris sem skall á. Engin alvarleg óhöpp urðu en eitthvað eignatjón á bílum á Ásbrú.

Helstu útköll hafa verið þegar þakplötur losnuðu á húsi í Vogunum, björgunarsveitarmenn voru kallaðir til og festu plöturnar niður. Þá losnaði skemmtiskúta frá Grófinni, smábátahöfninni í Keflavík, en lögreglumönnum og hafnarvörðum tókst að tryggja festu.

Þá fuku tunnur á bílastæði á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, og ullu tjóni á nokkrum bílum.

Útköll hafa einnig verið á Akranesi vegna veðursins, samkvæmt upplýsingum Neyðarlínunnar, en ekki náðist samband við lögregluna á Skaganum til að afla nánari upplýsinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert