Vantar fjölbreyttari úrræði að mati BSRB

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.

„Þetta staðfest­ir margt af því sem BSRB hef­ur haldið fram síðustu mánuði þótt okk­ur hafi ekki grunað að þörf­in fyr­ir leigu­hús­næði væri svona gríðarlega mik­il," seg­ir Elín Björg Jóns­dótt­ir, formaður BSRB, á vef sam­tak­anna í til­efni skýrslu sem Capacent vann fyr­ir Reykja­vík­ur­borg um stöðu, horf­ur og mögu­leika á hús­næðismarkaðnum.

Skýrsl­an sýn­ir m.a. að 70% fleiri Íslend­ing­ar vilja leigja íbúð en gera það í dag. Um leið þyrfti að fjölga leigu­íbúðum um 13 þúsund á höfuðborg­ar­svæðinu og 16 þúsund á land­inu öllu.

BSRB hef­ur á ár­inu ít­rekað komið til­lög­um sín­um um öfl­ugri leigu­markað á fram­færi með það að mark­miði að all­ir lands­menn eigi kost á ör­uggu hús­næði til lengri tíma á viðráðan­legu verði. Til­lög­urn­ar hafa miðað að því að efla al­menn­an leigu­markað og BSRB seg­ir þessa nýju skýrsla sýna svart á hvítu hve mik­il þörf­in fyr­ir leigu­hús­næði sé í raun.

„Tak­markaðar upp­lýs­ing­ar eru til um leigu­markaðinn á Íslandi þar sem hann er mjög óskipu­lagður og hann hef­ur ekk­ert verið kannaður fram til þessa. Það eina sem við höf­um vitað með vissu er að fram­boðið á leigu­hús­næði er mjög tak­markað og leigu­verðið al­mennt mjög hátt. Þessi skýrsla varp­ar svo frek­ara ljósi á hver þörf­in fyr­ir leigu­hús­næði er í raun," seg­ir Elín Björg á vef BSRB.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að 18,7% Íslend­inga hafi leigt hús­næði um síðustu ára­mót en hlut­fallið var 30% í helstu sam­an­b­urðarlönd­um. Eins og áður var minnst á er svo mik­ill fjöldi Íslend­inga sem ekki er á leigu­markaði nú en vill kom­ast þangað inn.

„Það sýn­ir okk­ur að marg­ir vilja losna und­an lán­um með háum vöxt­um og verðtryggðum höfuðstól - og ekki bara þeir sem eiga í greiðslu­erfiðleik­um held­ur líka þeir sem geta staðið í skil­um. Mér finnst þetta sýna fram á að fólk vill hafa aðra mögu­leika en að kaupa sér hús­næði og það er ein­mitt eitt af því sem að BSRB hef­ur verið að boða - hús­næðismarkað með fjöl­breytt­ari úrræðum en nú eru í boði og á sann­gjörnu og viðráðan­legu verði," seg­ir Elín Björg enn frem­ur á vef sam­tak­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert