Ekki láta ræna þig yfir jólin

Tíðni innbrota eykst yfirleitt um hátíðarnar, t.a.m. sexfaldast tíðni innbrota í Danmörku yfir hátíðarnar. Ómar Halldórsson, öryggisráðgjafi hjá Öryggismiðstöðinni sem hefur starfað við öryggis- og löggæslu í yfir tuttugu ár, fór yfir nokkur öryggisatriði með MBL Sjónvarp sem vert er að hafa í huga á næstu dögum.

Hann segir mikilvægt að skilja vel við og nágrannavarsla sé á borði en ekki í orði. Þá sé nauðsynlegt að læsa og loka gluggum, jafnvel þegar skotist er frá, og ekki skilja eftir verðmæta hluti þar sem þeir blasa við, t.a.m. í glugga. Umfram allt á ekki að auglýsa fjarveru sína frá heimilinu á Facebook.

Fleiri öryggisráð er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert