Ekki láta ræna þig yfir jólin

00:00
00:00

Tíðni inn­brota eykst yf­ir­leitt um hátíðarn­ar, t.a.m. sex­fald­ast tíðni inn­brota í Dan­mörku yfir hátíðarn­ar. Ómar Hall­dórs­son, ör­ygg­is­ráðgjafi hjá Örygg­is­miðstöðinni sem hef­ur starfað við ör­ygg­is- og lög­gæslu í yfir tutt­ugu ár, fór yfir nokk­ur ör­yggis­atriði með MBL Sjón­varp sem vert er að hafa í huga á næstu dög­um.

Hann seg­ir mik­il­vægt að skilja vel við og ná­granna­varsla sé á borði en ekki í orði. Þá sé nauðsyn­legt að læsa og loka glugg­um, jafn­vel þegar skot­ist er frá, og ekki skilja eft­ir verðmæta hluti þar sem þeir blasa við, t.a.m. í glugga. Um­fram allt á ekki að aug­lýsa fjar­veru sína frá heim­il­inu á Face­book.

Fleiri ör­ygg­is­ráð er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert