Glerhálka veldur vanda um allt land

Við Þelamörk í Hörgárbyggð.
Við Þelamörk í Hörgárbyggð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Geysi­leg hálka hef­ur verið til vand­ræða um nán­ast allt landið að und­an­förnu. Tveir vöru­bíl­stjór­ar sem aka mikið um þjóðvegi norðan­lands eru óánægðir og segja mik­inn mun á snjómokstri og hálku­vörn­um milli svæða. Slysa­hætt­an sé aug­ljós.

Starfsmaður Eim­skips-Flytj­anda, Már Þor­varðar­son, gagn­rýn­ir hálku­varn­ir frá Reykja­vík um Suður­land til Aust­fjarða. „Þetta er bara al­veg skelfi­legt ástand þarna,“ seg­ir hann. Beita þurfi öfl­ugri tækj­um gegn klak­an­um. Hann bend­ir einnig á að bíl­arn­ir séu um 5-6 tím­um leng­ur á leiðinni en venju­lega og á leiðinni frá Reykja­vík til Aust­ur­lands þurfi nú að aka 350-400 km á keðjum.

Jón­as Er­lends­son, frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins á Suður­landi, sagði ástandið slæmt. Byrja þyrfti ruðning­inn fyrr á morgn­ana, áður en um­ferð byrjaði að ráði. „Bíl­stjóri í Vík, sem sér um mokst­ur og hálku­varn­ir, byrj­ar morgn­ana á því að fara út und­ir Steina und­ir Eyja­fjöll­um til að ryðja,“ seg­ir Jón­as. En á meðan sé um­ferð á þjóðveg­in­um aust­ur að Álfta­veri. Snjór­inn nái að troðast og því ekki hægt að ná að skafa al­menni­lega þótt bíll­inn sé bú­inn tönn­um.

Björn Ólafs­son, for­stöðumaður hjá Vega­gerðinni, seg­ir að farið sé eft­ir sam­ræmd­um regl­um um allt land. Hann seg­ist skilja vel óánægju vöru­bíl­stjór­anna en ekki sé nema lítið brot af mörg þúsund km löngu vega­kerf­inu hálku­varið.

„Við ger­um eins vel og við mögu­lega get­um. En það er búið að skera mikið niður og ekki til pen­ing­ar til þess að hálku­verja allt kerfið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert