Hvalafurðir fyrir 2,4 milljarða

Hvalur 9, eitt hvalveiðiskipa Hvals hf.
Hvalur 9, eitt hvalveiðiskipa Hvals hf. mbl.is/Kristinn

Verðmæti birgða Hvals hf. af hvalafurðum nam 2,4 milljörðum króna í lok síðasta rekstrarárs félagsins, sem lauk í september 2010. Þetta kemur fram í Fréttatímanum.

Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að aðallega sé um að ræða frystar afurðir sem féllu til á vertíðunum 2009 og 2010. Ákveðið var að veiða ekki langreyðar í sumar og vísaði félagið til markaðsaðstæðna í Japan í kjölfar náttúruhamfaranna í mars.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert