Snjó kyngir niður á Austurlandi

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is/Rax

Snjó hefur kyngt niður á Austurlandi í kvöld. Lögreglan á Egilsstöðum varar fólk við að vera á ferðalagi því færð sé orðin slæm, sérstaklega á fjallvegum. Ekki er vitað um nein óhöpp vegna veðursins.

Mjög snarpar vindhviður hafa verið undir Eyjafjöllum í kvöld, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Þar var engin snjókoma. Hins vegar er færð víða á Suður- og Suðausturlandi orðin slæm. Krapi og hálka er á vegum.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur veður verið gott þar í dag, en veður fór versna þegar kvöldaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert