Virðisaukaskattur á netinu

Margir hafa keypt sér rafbækur á góðum kjörum á Amazon.com, …
Margir hafa keypt sér rafbækur á góðum kjörum á Amazon.com, til að lesa í lestölvum. Nú verður lagður virðisaukaskattur á þær, og annað sem keypt er á netinu. Reuters

Þeir sem kaupa sér vör­ur og þjón­ustu á net­inu þurfa von bráðar að borga virðis­auka­skatt af nán­ast öllu því sem þeir kaupa þar. Í sept­em­ber síðastliðnum voru samþykkt lög á Alþingi, sem fólu í sér þá breyt­ingu á lög­um um virðis­auka­skatt, að all­ir sem selja „ra­f­rænt af­henta þjón­ustu“ til fólks sem býr á Íslandi eða fyr­ir­tækja sem hafa hér starfs­stöðvar, þurfa að skrá sig hjá hér lend­um skatta­yf­ir­völd­um og skila af söl­unni virðis­auka­skatti.

Í lög­un­um felst þó að þeir sem selja fyr­ir millj­ón krón­ur eða minna á hverju 12 mánaða tíma­bili skuli und­anþegn­ir skatt­skyld­unni og vek­ur það því spurn­ing­ar um t.d. hvort sala á upp­boðsvefn­um ebay.com telj­ist skatt­skyld eða ekki.

Hins veg­ar er það ekki bara neyslu­varn­ing­ur sem seld­ur er á net­inu held­ur ým­is­kon­ar tölvuþjón­usta og hug­búnaðarþjón­usta sem fólk og fyr­ir­tæki nota við vinnu sína.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyt­inu er unnið að því þar að setja reglu­gerð um fram­kvæmd þessa ákvæðis. Ekki hef­ur þar orðið vart við annað en sam­starfs­vilja frá stór­um net­fyr­ir­tækj­um á borð við Amazon.com, sem viðmæl­andi mbl.is seg­ir vön því að skrá sig í þeim lönd­um þar sem kaup­end­ur þjón­ust­unn­ar búa. ESB hef­ur sett hliðstæða reglu og sömu­leiðis tók Nor­eg­ur upp svipað fyr­ir­komu­lag fyr­ir nokkru. 

Íslensk­ur not­andi tölvuþjón­ustu Amazon, eða Amazon Web Services, sendi mbl.is tölvu­póst vegna til­kynn­ing­ar sem hann fékk frá fyr­ir­tæk­inu um að það myndi byrja að inn­heimta 25,5% virðis­auka­skatt af þjón­ust­unni frá og með 1. janú­ar, þar sem hann væri skráður á Íslandi. Hann kveðst nota þjón­ust­una bæði í vinnu sinni og per­sónu­lega og þetta komi því illa við hann.

Þótt fyr­ir­tæki séu aðeins í start­hol­un­um núna við að byrja skatt­inn­heimt­una, er laga­skyld­an þegar kom­in á, með fyrr­nefnd­um lög­um. Ákvæðið kom inn í lög­in frá efna­hags- og skatta­nefnd Alþing­is, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr fjár­málaráðuneyt­inu, en ákvæðið hafði áður verið lagt fram sem laga­frum­varp á vorþingi en ekki kom­ist í gegn vegna tíma­leys­is í þinglok.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert