Friðarljós á Þorláksmessu

Hefðbundin friðarganga var gengin niður Laugaveg í Reykjavík nú undir kvöld en samstarfshópur friðarhreyfinga hefur staðið fyrir þessari göngu í rúma þrjá áratugi.

Einnig voru friðargöngur á Akureyri og Ísafirði.

Lagt var af stað í gönguna klukkan 18. Í lok göngunnar var fundur á Lækjartorgi þar sem Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólastjóri í Flensborgarskóla, flutti ávarp. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng í göngunni  undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka