Fréttaskýring: Kortin draga úr niðurlægingunni

mbl.is/Ómar

Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins hef­ur mikið verið fjallað um þann fjölda fólks sem hef­ur þurft að sækja sér mat­araðstoð til hjálp­ar­sam­taka. Þar hef­ur sá hátt­ur verið hafður á að fólk fær af­henta poka með mat og hef­ur jafn­vel þurft að standa í röð ut­an­dyra eft­ir því að fá mat­inn.

Í vor gerði Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar til­raun með að láta barna­fjöl­skyld­ur fá svo­nefnd inn­eign­ar­kort í stað matar­poka. Stóð til­raun­in í sjö mánuði og í kjöl­farið var ákveðið að skipta al­farið yfir í inn­eign­ar­kort­in í byrj­un nóv­em­ber.

Í meist­ara­rit­gerð Katrín­ar Guðnýj­ar Al­freðsdótt­ur í fé­lags­ráðgjöf, „Úr biðröð í búð: Breytt­ar áhersl­ur í mat­ar­gjöf­um hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar“, sem bygg­ist á viðtöl­um við 14 ein­stak­linga sem fengu slík kort í ár, kem­ur meðal ann­ars fram að þeim fannst þeim líða bet­ur með sjálfa sig, vera sjálf­stæðari og aðstoðin væri mann­legri en þegar hún var veitt í pok­um. Bar viðmæl­end­un­um sam­an um að það væri niður­lægj­andi að þurfa að sækja mat­araðstoð og þurfa að standa í biðröðum eft­ir matn­um.

Mat­ur­inn nýt­ist ekki all­ur

Eng­inn viðmæl­andi í rann­sókn Katrín­ar hafði tekj­ur af launaðri vinnu og all­ir nema einn höfðu tekj­ur sín­ar af op­in­ber­um bót­um. Leituðu þau til Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar þar sem bæt­urn­ar duguðu ekki til að borga alla reikn­inga og kaupa mat.

Fyr­ir utan smán­ina að þurfa að bíða í röð eft­ir mat koma ýms­ir aðrir ókost­ir við hinar hefðbundnu mat­ar­gjaf­ir í pok­um fram í máli þess­ara skjól­stæðinga Hjálp­ar­starfs­ins.

Sum­um fannst það erfitt að láta aðra velja fyr­ir sig mat og hann nýtt­ist þeim jafn­vel ekki all­ur af þeim sök­um. Bar fólkið því við að börn þeirra vildu mat­inn ekki, ein­hver í fjöl­skyld­unni hefði of­næmi fyr­ir hon­um eða að það kynni hrein­lega ekki að mat­reiða hann. Því endaði hluti mat­ar­ins stund­um í rusl­inu eða þá að hann var gef­inn fólki í svipaðri neyð.

Þá reynd­ist mörg­um erfitt að bera pok­ana frá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar og kom­ast með þá heim til sín enda eiga marg­ir þeirra sem þurfa að leita á náðir hjálp­ar­stofn­ana ekki bíl.

Kortið bæt­ir þjón­ust­una

Helsti kost­ur­inn við inn­eign­ar­kort­in að mati viðmæl­end­anna er að þau losa fólk und­an þeirri niður­læg­ingu að sækja sér matar­poka í hjálp­ar­stofn­un. Þá nefna þeir að með kort­un­um geti þeir skipu­lagt inn­kaup sín bet­ur og farið út í búð þegar þeim hentaði og þörf væri á.

Afstaða fólks­ins til þess að þurfa að koma með gögn um tekj­ur sín­ar og gjöld til að sýna fram á þörf sína fyr­ir aðstoð var já­kvæð. Al­menna viðkvæðið var að það væri skilj­an­leg ráðstöf­un og að það sjálft hefði ekk­ert að fela. Það væri jafn­vel gott að geta rétt­lætt að það þyrfti í raun og veru á aðstoðinni að halda.

„Þetta er vald­efl­ing að fólk fari sjálf út í búð og verði þátt­tak­end­ur í eig­in lífi í staðinn fyr­ir að aðrir velji í pok­ann fyr­ir það. Það veit­ir því sjálfs­traust og efl­ir að hafa eitt­hvað um það að segja hvað það ger­ir,“ seg­ir Katrín.

Með inn­eign­ar­kort­un­um hafi fólkið val um hvað það kaupi og hvað það geri við pen­ing­inn. Það geti keypt mat og fatnað en ekki áfengi.

„Aðal­atriðið er að það sé bor­in virðing fyr­ir þessu fólki. Þetta eru þung og erfið spor og það býr við mjög fjölþætt­an vanda,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert