Ókeypis söngveisla í Hörpu

Margir gáfu sér tíma frá jólaönnum og hlýddu á tónlistina.
Margir gáfu sér tíma frá jólaönnum og hlýddu á tónlistina. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu síðdegis í dag til að njóta tónlistar. Það var Antonía Hevesi, píanóleikari Íslensku óperunnar, sem fékk til liðs við sig góða gesti úr íslenska söngheiminum, þar á meðal söngvara sem tekið hafa þátt í sýningum Óperunnar á liðnum misserum.

Flutt voru lög og samsöngvar úr heimi bæði jólatónlistar og óperutónlistar. Gestir gátu komið og farið á meðan söngstundin stóð yfir, en hún fór fram í anddyri Hörpu.

Þorláksmessa var um árabil haldin hátíðleg í Íslensku óperunni í Gamla bíói. Aðgangur að tónleikunum var ókeypis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert