Röðin komin að eldri borgurum

Landssamband eldri borgara segir, að í ljósi úrskurðar kjararáðs um að launalækkun þingmanna og ráðherra skuli dregin til baka hljóti eldri borgarar að gera ráð fyrir að röðin sé komin að þeim.

„Þetta hlýtur að vita á gott eða með öðrum orðum að nú verði drifið í því að draga til baka þær launalækkanir sem  eldri borgarar urðu fyrir hinn 1. janúar 2009 og 1. júlí 2009.  Á þessum tíma var ákveðið að fjármagnstekjur skyldu  nýttar 100% til  frádráttar við útreikning bóta og að lífeyrissjóðstekjur skyldu sæta sömu reikningsreglu. Við þetta varð umtalsverð lækkun  á lífeyri mjög margra lífeyrisþega. Margir lífeyrisþegar misstu allan sinn grunnlífeyri. Dæmi eru um að eftirlaunafólk missti 20% tekna sinna,“ segir m.a. í tilkynningu frá landssambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert