Röðin komin að eldri borgurum

Lands­sam­band eldri borg­ara seg­ir, að í ljósi úr­sk­urðar kjararáðs um að launa­lækk­un þing­manna og ráðherra skuli dreg­in til baka hljóti eldri borg­ar­ar að gera ráð fyr­ir að röðin sé kom­in að þeim.

„Þetta hlýt­ur að vita á gott eða með öðrum orðum að nú verði drifið í því að draga til baka þær launa­lækk­an­ir sem  eldri borg­ar­ar urðu fyr­ir hinn 1. janú­ar 2009 og 1. júlí 2009.  Á þess­um tíma var ákveðið að fjár­magn­s­tekj­ur skyldu  nýtt­ar 100% til  frá­drátt­ar við út­reikn­ing bóta og að líf­eyr­is­sjóðstekj­ur skyldu sæta sömu reikn­ings­reglu. Við þetta varð um­tals­verð lækk­un  á líf­eyri mjög margra líf­eyr­isþega. Marg­ir líf­eyr­isþegar misstu all­an sinn grunn­líf­eyri. Dæmi eru um að eft­ir­launa­fólk missti 20% tekna sinna,“ seg­ir m.a. í til­kynn­ingu frá lands­sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert