Skortur á lúxuseinbýlishúsum

Þetta hús er við Skildinganes
Þetta hús er við Skildinganes Ljósmynd Fredrik Holm

„Markaður­inn fyr­ir vel staðsett­ar eign­ir á verðbil­inu 100 til 200 millj­ón­ir króna er góður. Flestall­ar eign­ir í þess­um verðflokki hjá okk­ur eru seld­ar. Ég hef ekki á hraðbergi hversu mörg hús­in eru sem við höf­um tekið til sölu í Þing­holt­un­um, á Ægisíðu og í Vest­ur­bæn­um en flest eru seld,“ seg­ir Sverr­ir Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Eignamiðlun­ar, um eft­ir­spurn eft­ir eign­um í þess­um verðflokki að und­an­förnu.

„Ef húsið er á góðum stað, er vel skipu­lagt og verðið rétt eru sölu­horf­ur góðar. Við aug­lýs­um eft­ir eign­um og höf­um til dæm­is ekki fengið neina eign í Þing­holt­un­um af þeirri gerð sem við höf­um verið að leita að, þá á verðbil­inu 100-150 millj­ón­ir. Það hef­ur ekk­ert komið inn af slík­um eign­um til okk­ar síðustu mánuði.“

Merk­ir ekki verðrýrn­un

En hvernig hef­ur verðið þró­ast?

„Það er af­stætt við hvað á að miða. Verðlag er nokkuð stöðugt, myndi ég segja. Ég merki ekki verðrýrn­un á síðustu tveim miss­er­um enda er fram­boðið ekki það mikið. Verðið get­ur ekki lækkað meira þegar eft­ir­spurn er meiri en fram­boð. Svo þarf að taka mið af lóðar- og bygg­ing­ar­kostnaði. Miðað við þá sölu sem er í gangi núna geri ég frek­ar ráð fyr­ir að það verði skort­ur á íbúðum eft­ir rúmt ár. Eft­ir­spurn­in á ýms­um eign­um er oft miklu meiri en fram­boð.

Það mikla fram­boð af íbúðum sem var eft­ir efna­hags­hrunið, stund­um kallað of­fram­boð, er ekki leng­ur fyr­ir hendi. Í grón­um hverf­um er skort­ur á flest­um stærðum og gerðum íbúða, þar með talið ein­býl­is­hús­um og sér­hæðum“ seg­ir Sverr­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert