Björgunarsveitir að störfum

Tré hafa meðal annars rifnað upp með rótum í rokinu …
Tré hafa meðal annars rifnað upp með rótum í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. mynd/Guðný Erla Guðnadótti

Töluvert hefur verið um útköll björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í dag. Björgunarsveitir á Suðurlandi, í Vestmanneyjum og á Reykjanesi eru núna að störfum við að aðstoða bíla sem lent hafa út af vegum vegna hálku og hvassviðris en einnig við að festa niður hluti sem hafa farið af stað vegna veðurs.

Sú veðurspá sem veðurstofan spáði hefur gengið eftir þar sem veður hefur versnað til muna núna eftir hádegi.  Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur landsmenn til að leggja ekki í ferðalög meðan veðrið gengur yfir og fylgjast vel með veðurspá.

Í Vestmannaeyjum voru þakplötur farnar að losna og var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út til að hemja þakplötur sem voru farnar að losna á fleiri en einum stað í bænum. Á vef Eyjafrétta segir að mikill vindur sé í Eyjum og varla stætt í mestu hviðunum. Meðalvindhraði á Stórhöfða var klukkan 13:00 um 32 metrar á sekúndu en fór í 44 metra í mestu hviðunum. 

Frétt Eyjafrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert