Fréttaskýring: Ráðherrar eiga inni um hálfa milljón hver

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is / Hjörtur

Alþing­is­menn og ráðherr­ar mega eiga von á launa­upp­bót fljót­lega á nýju ári eft­ir ákvörðun kjararáðs um að aft­ur­kalla launa­lækk­un frá 1. janú­ar 2009. Ákvörðunin gild­ir frá og með 1. októ­ber síðastliðnum, og eiga ráðamenn því upp­söfnuð laun fyr­ir októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber, en það verður á könnu fjár­málaráðuneyt­is­ins að ákv­arða hvenær og hvernig þau verða greidd út.

Ákvörðun kjararáðs þýðir að for­sæt­is­ráðherra fær nú aft­ur rúma 1,1 millj­ón króna í mánaðarlaun fyr­ir dag­vinnu, líkt og var fyr­ir hrun en frá og með 1. janú­ar 2009 lækkuðu laun for­sæt­is­ráðherra um 15% niður í tæp­ar 900 þúsund kr. Sú lækk­un er nú geng­in til baka, aft­ur­virkt til 1. októ­ber, og má því ætla að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir eigi upp­safnaða rúma hálfa millj­ón í van­gold­in laun og aðrir ráðherr­ar rúm 400 þúsund hver.

Í sam­ræmi við aðrar hækk­an­ir

Launa­lækk­an­irn­ar árið 2009 áttu frá upp­hafi aðeins að vera tíma­bundn­ar, til að draga úr út­gjöld­um rík­is­sjóðs vegna krepp­unn­ar. Í lok júní í sum­ar var ákvörðunin tek­in til end­ur­skoðunar en þá taldi kjararáð ekki ástæðu til að aft­ur­kalla launa­lækk­un­ina. Þetta var gagn­rýnt harðlega af Fé­lagi for­stöðumanna rík­is­ins, sem sagði það brot á lög­um um kjararáð að fresta hækk­un launa for­stöðumanna með hliðsjón af launaþróun síðustu miss­era.

„Þegar júní­hækk­un­in kom inn í al­menna kjara­samn­inga höfðum við ekki þær upp­lýs­ing­ar að við treyst­um okk­ur til þess að fara út í þetta. En þær upp­lýs­ing­ar höf­um við hins veg­ar núna. Laun þessa hóps hafa ekk­ert hreyfst allt þetta ár, fyrr en núna þegar við sjá­um að hreyf­ing hef­ur orðið á öðrum hóp­um,“ seg­ir Svan­hild­ur Kaaber, formaður kjararáðs, aðspurð hvað hafi breyst síðan í sum­ar til að gef­ur til­efni til að hækka laun­in núna. Kjararáði beri að gæta þess að laun þeirra sem und­ir það heyra séu í sam­ræmi við laun sam­bæri­legra hópa í þjóðfé­lag­inu.

Laun for­seta hækka ekki

For­seti Íslands fór einnig fram á það við kjararáð á sín­um tíma að laun hans yrðu lækkuð á sama hátt og for­sæt­is­ráðherra. Kjararáð hafnaði beiðninni á þeim for­send­um að slík launa­lækk­un væri óheim­il sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son náði í kjöl­farið sam­komu­lagi við þáver­andi fjár­málaráðherra, Árna M. Mat­hiesen, um 15% launa­lækk­un. Aft­ur­köll­un kjararáðs nú á því ekki við um for­set­ann.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­seta­embætt­inu hef­ur for­set­inn ekki farið þess á leit við fjár­málaráðuneytið að laun hans verði hækkuð aft­ur.

BSRB krefst leiðrétt­inga

Í kjöl­far ákvörðunar kjararáðs hef­ur Banda­lag starfs­manna rík­is og bæja farið fram á launa­leiðrétt­ing­ar til jafns við ráðherra, þing­menn og emb­ætt­is­menn, þar sem ákvörðun hljóti að vera for­dæm­is­gef­andi. „Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins missti fjöldi fé­lags­manna banda­lags­ins vinn­una og aðrir þurftu að taka á sig tíma­bundn­ar launa­lækk­an­ir og skert starfs­hlut­fall,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu. Þar sem kjararáð hafi nú riðið á vaðið með leiðrétt­ing­ar hjá ákveðnum hópi op­in­berra starfs­manna krefj­ist BSRB þess sama og muni fara fram á viðræður við fjár­málaráðherra um hvernig staðið verði að því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert