Kertasníkir kom við í Þjóðminjasafninu í dag, safnaði þar kertum hjá börnunum en engin fékk hann tólgarkertin.
Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn og sá síðasti sem kemur til byggða ef marka má Þjóðsögur Jóns Árnasonar frá 1862. Kertasníkir kom á aðfangadag og elti börnin til að reyna að ná af þeim tólgarkertunum. Þótti honum þau hið mesta góðgæti.
Um Kertasníki kvað Jóhannes úr Kötlum:
Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín.