Lægðin sem gengur yfir landið sést vel á gervitunglamynd. Myndin frá því kl. 10 í morgun en þá var mældist loftþrýstingur í Reykjavík 952 millipör. Mikill strengur fylgir í kjölfar lægðarinnar.
Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar mældist vindur 32 m/s á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í morgun og 33 m/s á Vatnsskarð eystra.
Í viðvörun frá Veðurstofunni segir að spáð sé vonskuveðri á öllu landinu í dag og líklegt að færð spillist á vegum.
Veðurstofa Noregs hefur gefið út viðvörun er spáð er mjög hvössu veðri þar á morgun, jóladag.