Húsdýrin fengu jólagesti

Hestarnir í Húsdýragarðinum eru í vetrafeldinum og spókuðu sig úti …
Hestarnir í Húsdýragarðinum eru í vetrafeldinum og spókuðu sig úti við í jólasnjónum á Jóladag. Mbl.is/Golli

Dýrin þurfa sinn bita og umhyggju um jólin eins og aðra daga ársins og starfsfólk Húsdýragarðsins mætti til vinnu í morgun til að sinna skepnunum. Opið var fyrir gesti frá 10 til 12 meðan gefið var og lögðu ýmsir leið sína í Laugardalinn til að heilsa upp á dýrin.

Auk hinna hefðbundnu dýra sem þar búa dvelur nú myndarlegur kvenfálki í Húsdýragarðinum, en hann var færður þangað eftir árekstur við flutningabíl á sunnanverðu Snæfellsnesi. Fálkinn mun dvelja í garðinum fram yfir jól og þiggur þar kræsingar sem dýrahirðar garðsins reiða fram, en tíminn mun leiða í ljós hvort hann nær sér að fullu.

Fálkinn er ekki eini óvenjulegi gesturinn í Húsdýragarðinum því jólakötturinn hefur einnig haft aðsetur þar. Ekki er búist við að hann fari heim í fjöllin fyrr en með síðustu jólasveinunum svo hægt er að kíkja á bæli hans milli jóla og áramóta, en opið verður í Húsdýragarðinum  frá klukkan 10 til 17 á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert